Koma á laggirnar sorgarmiðstöð fyrir börn sem misst hafa foreldri sitt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:00 Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira