„Nýi Cristiano Ronaldo“ er farinn að raða inn mörkum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 12:00 Joao Felix fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Það er eins og hann trúi þessu ekki enda þrennan og nýtt Evrópudeildarmet orðin hans. Getty/Octavio Passos Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn