Stefnir í „meinlítið“ páskaveður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 11:02 Páskaveðrið gæti verið betra, gæti verið verra. Vísir/Vilhelm „Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið. Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið.
Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26