Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 14:00 Silla Berg og Júlía Helgadóttir skemmta sér við að máta flíkur og greina tískustrauma og -stefnur þegar tími gefst til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira