Sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2019 15:46 Þorvaldur við keppni í frisbígolfi. Íslenska frisbígolfsambandið Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, er fallinn frá 49 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska frisbígolfsambandinu. Þar segir að Þorvaldur hafi komið eins og stormsveipur inn í frisbígolfheiminn hér á landi þegar hann fluttist aftur til Íslands árið 2004. Hann hafði þá kynnst frisbígolfinu í Danmörku þar sem hann hafði náð góðum tökum á íþróttinni svo athygli vakti. „Á Íslandi varð hann nær ósigrandi og sex Íslandsmeistaratitlar auk ótal annarra verðlaun bera vitni um það. Þorri var góð fyrirmynd íþróttamanna með sinni þægilegu framkomu bæði við nýliða og keppinauta. Þessi mikla hógværð gerði hann að vinsælum meðspilara og margir nutu þess að spila með honum og læra.“ Það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar að Þorvaldur Þórarinsson, Þorri, væri fallinn frá. Þó að veikindi hans hafi vakið áhyggjur hjá öllum sem hann þekktu hafi enginn trúað því að þessi sterki Eyjamaður þyrfti að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi. Þrátt fyrir að augljóst væri að ástand hans færi sífellt versnandi hafi alltaf verið til staðar bjartsýni hjá honum um að nú færi alveg að finnast lausn á hans málum. „Nú er hann kominn á nýjan völl þar sem hann á eflaust eftir að láta diska fljúga á enn stærra sviði. Það verður mikill söknuður af þessum hógværa afreksmanni og góðar minningar lifa lengi hjá þeim sem til hans þekktu. Við sendum börnum, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.“ Þorvaldur lætur eftir sig þrjú börn. Aðrar íþróttir Andlát Frisbígolf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, er fallinn frá 49 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska frisbígolfsambandinu. Þar segir að Þorvaldur hafi komið eins og stormsveipur inn í frisbígolfheiminn hér á landi þegar hann fluttist aftur til Íslands árið 2004. Hann hafði þá kynnst frisbígolfinu í Danmörku þar sem hann hafði náð góðum tökum á íþróttinni svo athygli vakti. „Á Íslandi varð hann nær ósigrandi og sex Íslandsmeistaratitlar auk ótal annarra verðlaun bera vitni um það. Þorri var góð fyrirmynd íþróttamanna með sinni þægilegu framkomu bæði við nýliða og keppinauta. Þessi mikla hógværð gerði hann að vinsælum meðspilara og margir nutu þess að spila með honum og læra.“ Það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar að Þorvaldur Þórarinsson, Þorri, væri fallinn frá. Þó að veikindi hans hafi vakið áhyggjur hjá öllum sem hann þekktu hafi enginn trúað því að þessi sterki Eyjamaður þyrfti að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi. Þrátt fyrir að augljóst væri að ástand hans færi sífellt versnandi hafi alltaf verið til staðar bjartsýni hjá honum um að nú færi alveg að finnast lausn á hans málum. „Nú er hann kominn á nýjan völl þar sem hann á eflaust eftir að láta diska fljúga á enn stærra sviði. Það verður mikill söknuður af þessum hógværa afreksmanni og góðar minningar lifa lengi hjá þeim sem til hans þekktu. Við sendum börnum, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.“ Þorvaldur lætur eftir sig þrjú börn.
Aðrar íþróttir Andlát Frisbígolf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira