Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:15 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira