Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:16 Dagur segir fjármál Reykjavíkurborgar góð og hefur áhyggjur af þeirri umræðuhefð sem nú hefur skapast í borginni. Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira