Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:00 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/GVA „Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
„Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30