Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2019 11:30 R Kelly í viðtalinu við Gayle King. Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“ Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53