Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 12:12 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen, norrænar konur á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt. Margir karlmenn hafa verið handteknir og ákærðir í Marokkó vegna málsins. Myndband sem sýnir morðið á annarri konunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir að fréttir voru fluttar af málinu. Áður hafa menn verið ákærðir í Marokkó fyrir að hafa deilt myndbandinu.Tveir yngri en fimmtán ára Í frétt danska ríkisútvarpsins DR kemur fram að tólf hafi verið ákærðir fyrir ólöglega dreifingu á myndbandinu í gegnum Facebook-samskiptaforritið Messenger, eða á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafa tveir verið ákærðir fyrir að hafa, opinberlega og ótvírætt, lýst yfir samþykki á voðaverkinu sem framið er í myndbandinu og jafnframt lýst yfir velþóknun á efni myndbandsins, annað hvort með því að senda myndbandið áfram eða í athugasemd við deilingu á því. Af hinum fjórtán ákærðu eru sex yngri en átján ára, þar af tveir yngri en fimmtán ára. Mál hinna tveggja síðastnefndu fer líklega aðeins fyrir nýja ungmennaglæpanefnd í Danmörku. Aðrir eru á milli 22 og 69 ára. Danmörk Marokkó-morðin Tengdar fréttir Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58 Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen, norrænar konur á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt. Margir karlmenn hafa verið handteknir og ákærðir í Marokkó vegna málsins. Myndband sem sýnir morðið á annarri konunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir að fréttir voru fluttar af málinu. Áður hafa menn verið ákærðir í Marokkó fyrir að hafa deilt myndbandinu.Tveir yngri en fimmtán ára Í frétt danska ríkisútvarpsins DR kemur fram að tólf hafi verið ákærðir fyrir ólöglega dreifingu á myndbandinu í gegnum Facebook-samskiptaforritið Messenger, eða á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafa tveir verið ákærðir fyrir að hafa, opinberlega og ótvírætt, lýst yfir samþykki á voðaverkinu sem framið er í myndbandinu og jafnframt lýst yfir velþóknun á efni myndbandsins, annað hvort með því að senda myndbandið áfram eða í athugasemd við deilingu á því. Af hinum fjórtán ákærðu eru sex yngri en átján ára, þar af tveir yngri en fimmtán ára. Mál hinna tveggja síðastnefndu fer líklega aðeins fyrir nýja ungmennaglæpanefnd í Danmörku. Aðrir eru á milli 22 og 69 ára.
Danmörk Marokkó-morðin Tengdar fréttir Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58 Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58
Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22