Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 22:51 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Vísir/vilhelm Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00
Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03
Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21