Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:59 Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. Getty/samsett Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar. Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar.
Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist