Ein eilífðar framtönn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Ég reyndi að bera mig mannalega þegar ég gekk inn á tannlæknastofuna þó vissulega væri nokkur beygur í brjósti. Ekkert virtist þó að óttast þegar ég kom auga á vingjarnlegan tannlækninn. Nema kannski verkfærin sem hefðu hæglega getað veitt Dante innblástur við ritun á Helvíti. Þetta var ekki ótti við þjáningu heldur hégómlegur geigur sem ataðist í mér enda óþægileg tilhugsun að einhver eigi eftir að nota eitt af þessum tólum til að draga úr þér aðra framtönnina. Þó var hún afskaplega ljót og svo framstæð að fólk með Drakúlakomplexa var farið að grípa um háls sér í hvert sinn sem ég nálgaðist. Hins vegar fór það svo að ég saknaði hennar strax því hún skildi eftir sig svo lítið bil fyrir staðgengil sinn að þar komst aðeins fyrir horrenglutönn. Reyndar svo mjó að mig grunar helst að hún sé fengin úr steinbít. En fljótlega var ég orðinn ánægður með allt saman og þá fór ég að hugsa með mér hvaðan svona hégómaótti sé kominn. Er það hugsanlegt að svona aðstæður minni okkur óþægilega á þá staðreynd að lífið er stutt og fyrr en varir er búkurinn farin að sýna þess merki að nú vilji hann fara að snúa sér að einhverju öðru og þá verður allt í einu svo fyrir okkur komið að sjálf sálin er dreginn úr holdinu. Og að hvaða notum koma allar tannréttingarnar þá? En þrátt fyrir allt held ég að það sé gott að reyna hugrekki sitt á tannlæknastofunni, sem og annars staðar, þó enginn viti fyrir víst hvert sálin fer. Því hitt er nefnilega fyrir löngu sannað að heigulsandi kemur hvergi að neinum notum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Ég reyndi að bera mig mannalega þegar ég gekk inn á tannlæknastofuna þó vissulega væri nokkur beygur í brjósti. Ekkert virtist þó að óttast þegar ég kom auga á vingjarnlegan tannlækninn. Nema kannski verkfærin sem hefðu hæglega getað veitt Dante innblástur við ritun á Helvíti. Þetta var ekki ótti við þjáningu heldur hégómlegur geigur sem ataðist í mér enda óþægileg tilhugsun að einhver eigi eftir að nota eitt af þessum tólum til að draga úr þér aðra framtönnina. Þó var hún afskaplega ljót og svo framstæð að fólk með Drakúlakomplexa var farið að grípa um háls sér í hvert sinn sem ég nálgaðist. Hins vegar fór það svo að ég saknaði hennar strax því hún skildi eftir sig svo lítið bil fyrir staðgengil sinn að þar komst aðeins fyrir horrenglutönn. Reyndar svo mjó að mig grunar helst að hún sé fengin úr steinbít. En fljótlega var ég orðinn ánægður með allt saman og þá fór ég að hugsa með mér hvaðan svona hégómaótti sé kominn. Er það hugsanlegt að svona aðstæður minni okkur óþægilega á þá staðreynd að lífið er stutt og fyrr en varir er búkurinn farin að sýna þess merki að nú vilji hann fara að snúa sér að einhverju öðru og þá verður allt í einu svo fyrir okkur komið að sjálf sálin er dreginn úr holdinu. Og að hvaða notum koma allar tannréttingarnar þá? En þrátt fyrir allt held ég að það sé gott að reyna hugrekki sitt á tannlæknastofunni, sem og annars staðar, þó enginn viti fyrir víst hvert sálin fer. Því hitt er nefnilega fyrir löngu sannað að heigulsandi kemur hvergi að neinum notum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun