Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 14:13 Trump útilokaði hvorki að hann myndi beita neitunarvaldi né að hann myndi samþykkja útgjaldafrumvörp sem flokkarnir tveir hafa náð saman um. Vísir/EPA Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40