Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:49 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. Sáttmálinn kallast Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og hefur hann verið við lýði frá tímum kalda stríðsins. Sáttmálinn felur í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra (500 til 5000 kílómetrar) eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og skotið er frá jörðinni. Sáttmálinn nær ekki yfir eldflaugar skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sagt Rússa brjóta gegn sáttmálanum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði brot Rússa á sáttmálanum ógna öryggi milljóna í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sagði Bandaríkin hafa veitt Rússum nægan tíma til að breyta hegðun sinni og fara eftir sáttmálanum á nýjan leik. Það hefðu yfirvöld Rússlands ekki gert. CNN vitnar í yfirlýsingu frá Trump þar sem hann segir Bandaríkin hafa fylgt skilyrðum sáttmálans í rúm 30 ár. Það yrði þó ekki lengur á meðan Rússar gerðu það ekki.„Við getum ekki verið eina þjóð heimsins sem er bundin af þessum sáttmála eða öðrum,“ sagði Trump. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast styðja ákvörðun Bandaríkjanna að fullu því Rússar hafi neitað að fylgja sáttmálanum.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun Bandaríkjanna í tísti í dag.Russia is in material breach of the #INFTreaty & must use next 6 months to return to full & verifiable compliance or bear sole responsibility for its demise. #NATO fully supports the US suspension & notification of withdrawal from the Treaty: https://t.co/VOhUB0HoAdpic.twitter.com/28Rwicqr8o — Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 1, 2019 Ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segist saklaus og hefur sömuleiðis sakað Bandaríkjamenn um að brjóta gegn sáttmálanum. Pútín vísaði í eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu í fyrra og sagði auðvelt að breyta því svo hægt væri að skjóta meðaldrægum eldflaugum með því. Þá sagði hann sömuleiðis að Rússar myndu bregðast við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum á meðaldrægum eldflaugum fyrir í Evrópu og kjarnorkuvopnum Rússlands yrði miðað á þau ríki sem hýstu þau vopn.Embættismenn í Evrópu og sérfræðingar telja mögulegt að upplausn sáttmálans muni leiða til nýs vopnakapphlaups á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild. Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Eins og er hafa Bandaríkin ekki burði til að sporna gegn þeim eldflaugum vegna INF-sáttmálans. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýjan sáttmála og þá á milli Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. Hann hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup. Bandaríkin NATO Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. Sáttmálinn kallast Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og hefur hann verið við lýði frá tímum kalda stríðsins. Sáttmálinn felur í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra (500 til 5000 kílómetrar) eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og skotið er frá jörðinni. Sáttmálinn nær ekki yfir eldflaugar skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sagt Rússa brjóta gegn sáttmálanum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði brot Rússa á sáttmálanum ógna öryggi milljóna í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sagði Bandaríkin hafa veitt Rússum nægan tíma til að breyta hegðun sinni og fara eftir sáttmálanum á nýjan leik. Það hefðu yfirvöld Rússlands ekki gert. CNN vitnar í yfirlýsingu frá Trump þar sem hann segir Bandaríkin hafa fylgt skilyrðum sáttmálans í rúm 30 ár. Það yrði þó ekki lengur á meðan Rússar gerðu það ekki.„Við getum ekki verið eina þjóð heimsins sem er bundin af þessum sáttmála eða öðrum,“ sagði Trump. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast styðja ákvörðun Bandaríkjanna að fullu því Rússar hafi neitað að fylgja sáttmálanum.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun Bandaríkjanna í tísti í dag.Russia is in material breach of the #INFTreaty & must use next 6 months to return to full & verifiable compliance or bear sole responsibility for its demise. #NATO fully supports the US suspension & notification of withdrawal from the Treaty: https://t.co/VOhUB0HoAdpic.twitter.com/28Rwicqr8o — Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 1, 2019 Ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segist saklaus og hefur sömuleiðis sakað Bandaríkjamenn um að brjóta gegn sáttmálanum. Pútín vísaði í eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu í fyrra og sagði auðvelt að breyta því svo hægt væri að skjóta meðaldrægum eldflaugum með því. Þá sagði hann sömuleiðis að Rússar myndu bregðast við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum á meðaldrægum eldflaugum fyrir í Evrópu og kjarnorkuvopnum Rússlands yrði miðað á þau ríki sem hýstu þau vopn.Embættismenn í Evrópu og sérfræðingar telja mögulegt að upplausn sáttmálans muni leiða til nýs vopnakapphlaups á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild. Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Eins og er hafa Bandaríkin ekki burði til að sporna gegn þeim eldflaugum vegna INF-sáttmálans. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýjan sáttmála og þá á milli Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. Hann hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup.
Bandaríkin NATO Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira