Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 11:17 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi stöðu kjaramála í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fréttablaðið/Eyþór Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann. Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann.
Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira