Rufu 43 ára einokun KR og Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2019 18:45 Verðlaunahafarnir. „Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni. Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
„Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni.
Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira