Þyrlur og hundar hluti af víðtækri öryggisgæslu á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 20:15 Frá Mercedes Benz leikvanginum sem hýsir Super Bowl leikinn í ár. Getty/Kevin C. Cox Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira