Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 20:30 Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira