Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 10:34 Frá vettvangi í Mexíkó þar sem sprengingin varð. AP/ Alexis Triboulard Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31