Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í litum norska flugfélagsins Norwegian sem á fjórtán slíkar. Mynd/Boeing Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent