Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2019 13:00 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Braggamálið Skipulag Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Braggamálið Skipulag Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira