„Var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2019 15:30 Alma er að gera það gott sem lagahöfundur. „Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu
Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist