Domino's með fimmtung markaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 15:37 Domino's jók sölu sína um rúm 5 prósent á síðasta ári. Fréttablaðið/eyþór Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga. Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00
Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00