Handboltastrákar sóttu tugi trjáa hjá Vesturbæingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira