Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:15 mynd/getty Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira