„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 10:45 Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir hjá Streituskólanum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“ Heilbrigðismál Jól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“
Heilbrigðismál Jól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira