Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 11:15 Egill Jacobsen hóf rekstur um miðjan febrúar síðastliðinn. Erfitt rektrarumhverfi hefur nú riðið honum að fullu. Vísir/vihelm Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur