Kristín Þóra Haraldsdóttir valin í Shooting Stars 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 22:11 Kristín Þóra Haraldsdóttir. FBL/ERNIR Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“