Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 19:30 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Stöð 2 Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira