Bakkusbræður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar