Macron er í töluverðu klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Mótmælandi stillir sér upp við brennandi bíl í París um helgina. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent