Fastur á milli steins og sleggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Staðan hjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hlýtur að teljast vægast sagt erfið þessa dagana. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent