Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:00 Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“ Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45