Framtíð hinna dauðu Lára Magnúsardóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun