Nauðsyn eða tímaskekkja? Sigríður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Árið 2016 sendi umboðsmaður Alþingis öllum ráðuneytum í Stjórnarráðinu bréf þar sem athygli var vakin á skyldum opinberra stjórnvalda til þess að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur var liðinn. Markmiðið, að sögn umboðsmanns, var að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum. Í júlí síðastliðnum sá umboðsmaður sig knúinn til að árétta skylduna. Töluvert hefur verið rætt um málið innan raða þeirra sem sinna eða koma að ráðningum og hefur einnig verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum verður því að teljast ákveðið hitamál í mannauðsmálum hins opinbera. Tilmæli umboðsmanns Alþingis um birtingu byggjast á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en markmið laganna er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. Þau kveða einnig á um upplýsingarétt almennings hvað varðar gögn í vörslu stjórnvalda. Nafnleynd er því ekki möguleg ef á annað borð er óskað eftir lista yfir umsækjendur. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að til staðar sé ákveðið gagnsæi svo upplýsa megi almenning um hverjir sóttu um tiltekið starf og getur almenningur dregið ályktanir um hvort hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn. Þannig er gagnsæi aukið til muna frá því sem áður var, eða hvað ? Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækjum, sem oft eru fengnir til að koma að ráðningum í opinbera geiranum, hafa látið þau orð falla að upplýsingalögin geti virkað letjandi á hæfa umsækjendur þar sem þeir vilja ekki eiga á hættu að nafn þeirra birtist í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi að einstaklingur að nafni Arna sæki um sem fjármálastjóri hjá opinberri stofnun. Arna hefur unnið alla sína tíð á almenna markaðnum og sér þarna draumastarfið sitt auglýst. Arna er mjög sátt í núverandi starfi en veit að umrætt starf er ekki oft auglýst og því sé tækifærið núna til að kanna möguleika sína á því. Arna er mjög hæfur umsækjandi, hún er með menntun við hæfi, áratuga reynslu í sambærilegu starfi og uppfyllir allar hæfnis– og menntunarkröfur sem settar voru fyrir starfið. Arna sækir um starfið en þegar umsóknarfrestur er liðinn er Örnu tjáð að óskað hafi verið eftir birtingu á umsækjendalistanum. Arna dregur umsókn sína til baka. Hún dregur í efa að núverandi vinnuveitendur sýni skilning á stöðu hennar. Snúum dæminu við. Davíð er starfsmaður hjá hinu opinbera með sömu forsendur, mjög hæfur í starfið og fær upplýsingar um birtinguna. Líkur eru á því að Davíð muni ekki draga umsókn sína til baka því skilningur yfirmanna hans er mun meiri og hefð fyrir því að starfsmenn innan hins opinbera færi sig til í starfi. Við þessar aðstæður er freistandi að spyrja sig hvort hið opinbera hafi aðgang að hæfasta starfsfólkinu í störfin ef einungis er litið til birtingarinnar. Rannsókn og ritrýnd grein sem greinarhöfundur skrifaði, ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, sýna að fælingarmáttur birtingarinnar er 20-35% og hefur neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild sinni. Birting á nöfnum þeirra einstaklinga sem sækja um viðkomandi starf getur leitt til þess að hæfasti umsækjandinn verði ekki ráðinn. Áhugi almennings er jú til staðar, það er ljóst en hvaða gagn gerir birtingin? Er gagnsæið að vinna með umsækjendum og hinu opinbera þegar umboðsmaður þarf sífellt að áminna stofnanir og ráðuneyti sökum þess að lögin eru ekki virt? Jafnvel að farið sé fram hjá þeim eins og hægt er með tímabundnum ráðningum og ófullnægjandi birtingum. Þegar litið er til lagalega umhverfisins á Íslandi eru hagsmunir hins opinbera hvívetna hafðir ofar hagsmunum umsækjandans. Tortryggni almennings og umræða um pólitík, klíkuráðningar og ógagnsæi eru meginástæða birtingarinnar en mætti ekki laga það með því að bæta umsýslu mannauðsmála hjá hinu opinbera? Kalla að borðinu fólk sem menntað er í mannauðsfræðum og kanna með þeim hvaða mælikvarðar myndu gera það að verkum að hið opinbera fengi hæfasta fólkið til starfa hverju sinni með gangsæjum hætti. Nú eða þjálfa núverandi stjórnendur í mannauðsmálum og auka þannig gæði ráðninganna. Ríkið þarf að móta markvissa stefnu í mannauðsmálum, gefa forstöðumönnum og stjórnendum sínum aukið vald til ráðninga til að hægt sé að búa til heilbrigðan umsækjendamarkað, ef kalla má svo, grundvöll þar sem hinn opinberi geiri stenst samanburð við hinn almenna að einhverju leyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 sendi umboðsmaður Alþingis öllum ráðuneytum í Stjórnarráðinu bréf þar sem athygli var vakin á skyldum opinberra stjórnvalda til þess að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur var liðinn. Markmiðið, að sögn umboðsmanns, var að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum. Í júlí síðastliðnum sá umboðsmaður sig knúinn til að árétta skylduna. Töluvert hefur verið rætt um málið innan raða þeirra sem sinna eða koma að ráðningum og hefur einnig verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum verður því að teljast ákveðið hitamál í mannauðsmálum hins opinbera. Tilmæli umboðsmanns Alþingis um birtingu byggjast á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en markmið laganna er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. Þau kveða einnig á um upplýsingarétt almennings hvað varðar gögn í vörslu stjórnvalda. Nafnleynd er því ekki möguleg ef á annað borð er óskað eftir lista yfir umsækjendur. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að til staðar sé ákveðið gagnsæi svo upplýsa megi almenning um hverjir sóttu um tiltekið starf og getur almenningur dregið ályktanir um hvort hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn. Þannig er gagnsæi aukið til muna frá því sem áður var, eða hvað ? Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækjum, sem oft eru fengnir til að koma að ráðningum í opinbera geiranum, hafa látið þau orð falla að upplýsingalögin geti virkað letjandi á hæfa umsækjendur þar sem þeir vilja ekki eiga á hættu að nafn þeirra birtist í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi að einstaklingur að nafni Arna sæki um sem fjármálastjóri hjá opinberri stofnun. Arna hefur unnið alla sína tíð á almenna markaðnum og sér þarna draumastarfið sitt auglýst. Arna er mjög sátt í núverandi starfi en veit að umrætt starf er ekki oft auglýst og því sé tækifærið núna til að kanna möguleika sína á því. Arna er mjög hæfur umsækjandi, hún er með menntun við hæfi, áratuga reynslu í sambærilegu starfi og uppfyllir allar hæfnis– og menntunarkröfur sem settar voru fyrir starfið. Arna sækir um starfið en þegar umsóknarfrestur er liðinn er Örnu tjáð að óskað hafi verið eftir birtingu á umsækjendalistanum. Arna dregur umsókn sína til baka. Hún dregur í efa að núverandi vinnuveitendur sýni skilning á stöðu hennar. Snúum dæminu við. Davíð er starfsmaður hjá hinu opinbera með sömu forsendur, mjög hæfur í starfið og fær upplýsingar um birtinguna. Líkur eru á því að Davíð muni ekki draga umsókn sína til baka því skilningur yfirmanna hans er mun meiri og hefð fyrir því að starfsmenn innan hins opinbera færi sig til í starfi. Við þessar aðstæður er freistandi að spyrja sig hvort hið opinbera hafi aðgang að hæfasta starfsfólkinu í störfin ef einungis er litið til birtingarinnar. Rannsókn og ritrýnd grein sem greinarhöfundur skrifaði, ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, sýna að fælingarmáttur birtingarinnar er 20-35% og hefur neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild sinni. Birting á nöfnum þeirra einstaklinga sem sækja um viðkomandi starf getur leitt til þess að hæfasti umsækjandinn verði ekki ráðinn. Áhugi almennings er jú til staðar, það er ljóst en hvaða gagn gerir birtingin? Er gagnsæið að vinna með umsækjendum og hinu opinbera þegar umboðsmaður þarf sífellt að áminna stofnanir og ráðuneyti sökum þess að lögin eru ekki virt? Jafnvel að farið sé fram hjá þeim eins og hægt er með tímabundnum ráðningum og ófullnægjandi birtingum. Þegar litið er til lagalega umhverfisins á Íslandi eru hagsmunir hins opinbera hvívetna hafðir ofar hagsmunum umsækjandans. Tortryggni almennings og umræða um pólitík, klíkuráðningar og ógagnsæi eru meginástæða birtingarinnar en mætti ekki laga það með því að bæta umsýslu mannauðsmála hjá hinu opinbera? Kalla að borðinu fólk sem menntað er í mannauðsfræðum og kanna með þeim hvaða mælikvarðar myndu gera það að verkum að hið opinbera fengi hæfasta fólkið til starfa hverju sinni með gangsæjum hætti. Nú eða þjálfa núverandi stjórnendur í mannauðsmálum og auka þannig gæði ráðninganna. Ríkið þarf að móta markvissa stefnu í mannauðsmálum, gefa forstöðumönnum og stjórnendum sínum aukið vald til ráðninga til að hægt sé að búa til heilbrigðan umsækjendamarkað, ef kalla má svo, grundvöll þar sem hinn opinberi geiri stenst samanburð við hinn almenna að einhverju leyti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun