Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:30 Edwige Herchenroder og Andri Björn hafa bæði hlotið verðlaun á hátíðinni Aix-en-Provence. Fréttablaðið/Anton Brink Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“