Athvarf listamanna í 35 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983. Sólveig Johnsen stýrir nú Gauknum af hugsjón, ásamt Starra Haukssyni. Fréttabladid/Eyþór „Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira