Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 16:41 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja. Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja.
Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33