Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 22:00 Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra. AP/John Minchillo Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira