Mikilvægt að taka tillit til barnanna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Hödd Vilhjálmsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira