Breskur milljarðamæringur með Íslandstengsl sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 15:29 Green hefur áður verið sakaður um eineltistilburði gegn starfsmönnum, sérstaklega konum. Vísir/EPA Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því. MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því.
MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00
Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00