Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 15:25 Rekstrarörðugleikar í ferðaþjónustunni spila rullu í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. Stöð 2/Arnar Halldórsson Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira