Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 10:17 Vilhjálmur var kallaður til eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins. Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins.
Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30