Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2018 06:00 Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36