Vonin er það eina sem við eigum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 12:30 „Það eru 63 plús 1 á portrettunum, það kom nefnilega inn utanþingsráðherra,“ segir Birgir. Fréttablaðið/Vilhelm Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“