Vandi hjá Strætó ef Prime Tours missir leyfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 16:30 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila. Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Allt stefnir í að Samgöngustofa muni svipta Prime Tours leyfi og að fyrirtækið muni ekki sinna akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó eftir daginn í dag. Tafir gætu orðið á akstursþjónustunni í næstu viku vegna þessa. „Við erum að búast við því og við reynum allt sem í okkar valdi stendur að sinna þjónustunni. Svo þurfum við bar að sjá hvað framhaldið ber í skauti sér, hvað við getum gert næst,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. „Næstu möguleikar í stöðunni eru annaðhvort að framselja samningi Prime Tours eitthvað annað eða halda neyðarútboð.“Ýkjur að tala um sinnuleysi Hópur verktaka sem sinna akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í morgun vegna óánægju með að Prime Tours sinnti þjónustunni þrátt fyrir að vera í gjaldþrotaskiptum, sem og að fyrirtækið notaðist við þrjá ótryggða bíla við aksturinn. „Ég veit að það voru einhverjir ósáttir við að þeir væru að keyra þó þeir væru í þessu ferli en það var ekki hlaupið að því að rifta samningum, lögin leyfa það ekki,“ segir Guðmundur Heiðar. „Að tala um sinnuleysi það er ýkt, manni líður eins og það sé ákveðin gremja gagnvart Prime Tours sé að skila sér í þessu í dag.“ Guðmundur Helgi segir að þjónusta ætti ekki að skerðast yfir helgina og að vinnustöðvun verktaka hafi ekki haft áhrif í dag. Hins vegar sé næsta vika annað mál. Hann segir jafnframt að akstursþjónustan skiptist í þrjá flokka. Í A flokki séu um 40 bílar og það séu rauðu og gulu bílarnir sem fólk sjái oft á götum höfuðborgarsvæðisins. „Síðan kemur B flokkur. Það er kallað tilfallandi akstur og það er margir verktakar, eins og Prime Tours og margar gerðir verktaka. Þeir raðast síðan upp í forganga. Þegar A hlutinn er fullur þá sendum við út í B flokk. Þeir ráða hvort þeir séu að keyra, eins og gerðist í dag,“ segir Guðmundur Heiðar. Ef B flokkur fyllist líka þá tekur C flokkur við og þar eru bílar frá Hreyfli. Uppfært 16:36 Strætó hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um gjaldþrot rekstraraðila í ferðaþjónustu fatlaðra vill Strætó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna. Formlegrar afstöðu skiptastjóra þrotabúsins er að vænta en Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framhaldið.Akstursþjónusta Strætó mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að notendur ferðaþjónustunnar verði fyrir óþægindum vegna þessa.Komi til þess að þrotabúið hætti akstri samkvæmt rammasamningnum mun Strætó verða að grípa til viðeigandi úrræða til að tryggja að ferðaþjónustan uppfylli áfram þær kröfur sem til hennar eru gerðar, bæði næstu daga og það sem eftir lifir af gildistíma núverandi rammasamninga, í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila.
Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. 19. október 2018 14:00