Moppuhaus með þráhyggju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2018 13:23 Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona leikur sér með með nytjahluti og skemmtileg form á sýningunni Utan svæðis. Harbinger/Gulli Már Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“