Framtíð laxeldis er í lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 4. október 2018 07:00 Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að laxeldi í opnum sjókvíum veldur miklum umhverfisskaða: 1) Almenn mengun spillir nærumhverfinu, 2) sjúkdómar og lúsafaraldrar magnast upp í kringum eldið og laxalúsin leggst bæði á eldisfiskinn og villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu og dregur þá til dauða, 3) eldisfiskar sleppa alltaf út og valda erfðablöndun í villtum laxastofnum í allt að 2000 km fjarlægð. Hægt er að kynna sér þessi miklu umhverfisáhrif í skýrslu Norsku ríkisendurskoðunarinnar frá árinu 2012 . Þá er nýkomin skýrsla norska vísindaráðsins um ástand villtra laxa í Noregi þar sem enn eru dregin fram hin neikvæðu umhverfisáhrif eldisins. Vegna þessara miklu og neikvæðu umhverfisáhrifa auglýstu norsk stjórnvöld árið 2015 eftir hugmyndum að þróunarverkefnum í fiskeldi sem gætu undið ofan af þeim mikla skaða sem eldið hafði valdið í Noregi. Veglegir styrkir voru í boði til nýsköpunar á þessu sviði og var tekið á móti umsóknum frá 20. nóvember 2015 til 17. nóvember 2017. Nú hafa átta verkefni af þeim 45 sem tekin voru til efnislegrar skoðunar hlotið styrki til áframhaldandi þróunar. Í fyrravor tóku Samtök norska iðnaðarins (Norsk industri) undir með stjórnvöldum í þessari stefnumótun og settu markið á að árið 2030 yrði hægt að ala lax við Noreg án þeirra neikvæðu umhverfisáhrifa sem rakin voru hér að framan og eru óhjákvæmilegur fylgifiskur opins sjókvíaeldis. Íslensk stjórnvöld ættu að bjóða þessi norsku nýsköpunarverkefni velkomin hingað til lands – þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir auknu laxeldi til atvinnu- og verðmætasköpunar hér á landi – með þeim ívilnunum sem stjórnvöld geta veitt vaxtarbroddum í atvinnulífi. Þannig mætti stilla Íslandi upp í fremstu röð og taka strax stefnuna á umhverfisvænt laxeldi í sjó í stað þess að láta okkur taka fortíðarvanda Norðmanna í arf hér á landi – á meðan þeir sjálfir stefna í aðra átt heima hjá sér.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun