Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 20:00 Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Innlent Kjaramál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Innlent Kjaramál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira